Þessa dagana er verið að vinna í umsóknum í Sjóðinn góða. Þau sem fá úthlutað fá sent sms fyrir úthlutun 17. desember og haft verður samband við þau sem ekki uppfylla skilyrði til úthlutunar.
Margar góðar gjafir berast Sjóðnum góða í formi peningaupphæðar og veitir Sjóðnum ekki af þeim hlýhug og er Sjóðurinn góði þakklátur öllum þeim sem hafa séð sér fært að styrkja Sjóðinn. Ekki eru allir styrktaraðilar taldir upp enda mörg félög og eintaklingar sem ekki vilja láta vita af innleggi sínu en inn á milli hittum við þau sem stykja okkur og veitum styrknum táknræna viðtöku. Á dögunum styrkti Rebekkustúkan nr. 20 Halldóra I.O.O.F. á Selfossi Sjóðinn góða um peningagjöf að upphæð 300.000 kr.
Þau sem vilja leggja Sjóðnum góða lið geta lagt hér inn á reikning Sjóðsins:
Kt. 560269-2269 (Kennitala Selfosskirkju)
0325 13 301169